Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Karl Lúðvíksson skrifar 18. júní 2011 12:12 Flott bleikja úr Fögruhlíðará Mynd: www.strengir.is Í gær er unnið var að hreinsun laxastigans í fossinum Beljanda í Breiðdal kom í ljós lax í einu hólfi hans er vatnið var tæmt. Var hann háfaður upp og sleppt í ánn og að sögn þeirra sem komu að þessu var þetta um 7-8 punda hrygna með för eftir lús. Svo hann er mættur í Breiðdalinn enda hefur hin síðari ár oftast sést lax um þetta leyti og veiðin aukist mikið í júlí frá því sem áður var. Veiði hefst 1. júlí og ennþá eru lausar stangir á bilinu 20. - 26. júlí og svo aftur í lok ágúst og von er á metveiði enda var seiðasleppingin vorið 2010 nánast tvöfölduð frá því sem áður hefur verið! g loks var hægt að veiða í Fögurhlíðarós er Skúli Björn Gunnarsson var þar á ferð ásamt fleirrum í morgun en þetta hafði hann að segja um túrinn í dag: „Með mér í för voru veiðimenn frá Sviss. Við byrjuðum að veiða kl. 6 í Fögruhlíðarárós í morgun þegar um klukkutími var eftir af útfallinu. Mesta veiðin var síðan á liggjandanum um kl. 7 og kom þá tvisvar fyrir að þrír voru með á í einu. Á innfallinu urðum við líka varir við fiska en þeir voru tregir, tóku nett og misstum við nokkra. Skráðar 17 bleikjur og 1 sjóbirtingur. Bleikjurnar flestar 800 gr en ein þriggja punda og síðan 2 punda birtingur. Allt nema ein bleikja veitt á flugu. Við reyndum síðan í Fossárósnum en urðum ekki varir þar. Fórum þá í Laxárósinn og þar fengum við fyrst eina 2 punda bleikju nýrunna og svo kom 73 sm niðurgöngulax þar á eftir. Fljótlega tók annar lax af svipaðri stærð en hann fór af eftir stutta viðureign. Sem sagt 20 fiska ferð á þessum fyrsta degi mínum í Jöklu þetta árið. Ansi kuldalegt um að litast í Hlíðinni samt. Skaflar niður í ár og fjöllin með miklum fönnum. Úti við Fögruhlíðarárós voru miklar drunur af snjóflóðum og skriðuföllum í fjallinu.“ Birt með góðfúslegu leyfi Strengja Stangveiði Mest lesið Villingavatn að vakna til lífsins Veiði 98 sm lax úr Blöndu Veiði Nýjar tölur úr flestum laxveiðiánum heldur daprar Veiði Maðkurinn kominn niður í Ytri Rangá Veiði Rangárnar standa upp úr í sumar Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Veiðisaga af stórlaxi í Mýrarkvísl Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði Stóra Laxá komin í gang Veiði Miðfjarðará gæti farið í 6.000 laxa Veiði
Í gær er unnið var að hreinsun laxastigans í fossinum Beljanda í Breiðdal kom í ljós lax í einu hólfi hans er vatnið var tæmt. Var hann háfaður upp og sleppt í ánn og að sögn þeirra sem komu að þessu var þetta um 7-8 punda hrygna með för eftir lús. Svo hann er mættur í Breiðdalinn enda hefur hin síðari ár oftast sést lax um þetta leyti og veiðin aukist mikið í júlí frá því sem áður var. Veiði hefst 1. júlí og ennþá eru lausar stangir á bilinu 20. - 26. júlí og svo aftur í lok ágúst og von er á metveiði enda var seiðasleppingin vorið 2010 nánast tvöfölduð frá því sem áður hefur verið! g loks var hægt að veiða í Fögurhlíðarós er Skúli Björn Gunnarsson var þar á ferð ásamt fleirrum í morgun en þetta hafði hann að segja um túrinn í dag: „Með mér í för voru veiðimenn frá Sviss. Við byrjuðum að veiða kl. 6 í Fögruhlíðarárós í morgun þegar um klukkutími var eftir af útfallinu. Mesta veiðin var síðan á liggjandanum um kl. 7 og kom þá tvisvar fyrir að þrír voru með á í einu. Á innfallinu urðum við líka varir við fiska en þeir voru tregir, tóku nett og misstum við nokkra. Skráðar 17 bleikjur og 1 sjóbirtingur. Bleikjurnar flestar 800 gr en ein þriggja punda og síðan 2 punda birtingur. Allt nema ein bleikja veitt á flugu. Við reyndum síðan í Fossárósnum en urðum ekki varir þar. Fórum þá í Laxárósinn og þar fengum við fyrst eina 2 punda bleikju nýrunna og svo kom 73 sm niðurgöngulax þar á eftir. Fljótlega tók annar lax af svipaðri stærð en hann fór af eftir stutta viðureign. Sem sagt 20 fiska ferð á þessum fyrsta degi mínum í Jöklu þetta árið. Ansi kuldalegt um að litast í Hlíðinni samt. Skaflar niður í ár og fjöllin með miklum fönnum. Úti við Fögruhlíðarárós voru miklar drunur af snjóflóðum og skriðuföllum í fjallinu.“ Birt með góðfúslegu leyfi Strengja
Stangveiði Mest lesið Villingavatn að vakna til lífsins Veiði 98 sm lax úr Blöndu Veiði Nýjar tölur úr flestum laxveiðiánum heldur daprar Veiði Maðkurinn kominn niður í Ytri Rangá Veiði Rangárnar standa upp úr í sumar Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Veiðisaga af stórlaxi í Mýrarkvísl Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði Stóra Laxá komin í gang Veiði Miðfjarðará gæti farið í 6.000 laxa Veiði