Veiðin að glæðast í vötnunum Karl Lúðvíksson skrifar 18. júní 2011 12:05 Mynd: www.veidikortid.is Veiðin hefur verið að aukast í vötnum landsins með hækkandi lofthita. Steingrímur Valgarðsson er búinn að fara nokkrar ferðir í Kleifarvatnið og hefur verið að ná í fína urriða. Hér fyrir neðan má sjá mynd af honum með tvo fiska, 6 og 3,5 punda sem hann fékk í gær en eftir að myndin var tekin fékk hann aðra tvo fína urriða. Hann nefndi að mikill fiskur væri í vatninu og hann var stöðugt verið að narta í hjá honum. Hann var að veiða í suðurenda vatnins, ekki langt frá hverasvæðinu. Fyrir ykkur sem ætlið að kíkja upp í Kleifarvatn fylgir ein góð ábending sem er vænleg til árangurs. Ekki stoppa of lengi á hverjum stað, færðu þig til á klukkutímafresti því fiskurinn fer oft hratt yfir í vatninu og þú ert mun líklegri til að finna einhverja litla torfu ef þú leitar. Það virðist vera nokkuð mikið af fiski í vatninu þannig að þarna eiga allir tækifæri á að gera góða veiði. Meira á www.veidikortid.is Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði
Veiðin hefur verið að aukast í vötnum landsins með hækkandi lofthita. Steingrímur Valgarðsson er búinn að fara nokkrar ferðir í Kleifarvatnið og hefur verið að ná í fína urriða. Hér fyrir neðan má sjá mynd af honum með tvo fiska, 6 og 3,5 punda sem hann fékk í gær en eftir að myndin var tekin fékk hann aðra tvo fína urriða. Hann nefndi að mikill fiskur væri í vatninu og hann var stöðugt verið að narta í hjá honum. Hann var að veiða í suðurenda vatnins, ekki langt frá hverasvæðinu. Fyrir ykkur sem ætlið að kíkja upp í Kleifarvatn fylgir ein góð ábending sem er vænleg til árangurs. Ekki stoppa of lengi á hverjum stað, færðu þig til á klukkutímafresti því fiskurinn fer oft hratt yfir í vatninu og þú ert mun líklegri til að finna einhverja litla torfu ef þú leitar. Það virðist vera nokkuð mikið af fiski í vatninu þannig að þarna eiga allir tækifæri á að gera góða veiði. Meira á www.veidikortid.is
Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði