Innlent

Opið hús á Alþingi - þar var Háskóli Íslands í 29 ár

Gestir fengu að skoða sig vel um
Gestir fengu að skoða sig vel um
Fjöldi fólks er mættur á opið hús á Alþingi í dag í tilefni af hundrað ára afmæli Háskóla Íslands, sem fyrstu 29 árin hafði aðsetur í alþingishúsinu.

Háskólinn hafði aðstöðu á fyrstu hæð þinghússins og í dag er þar lögð áhersla á að miðla upplýsingum um sögu Háskóla Íslands, einkum þann tíma sem háskólakennsla fór fram í Alþingishúsinu á vegum læknadeildar, lagadeildar, guðfræðideildar og heimspekideildar.

Önnur hæð þinghússins er einnig opin almenningi en þar er að finna muni og fróðleik um Jón Sigurðsson.

Húsið var opnað klukkan tvö og loka klukkan hálf sex.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×