Innlent

Eftirmynd hins forna Fitjakaleiks tekin í notkun

Fitjakirkja
Fitjakirkja Mynd: Kirkjan
Í dag verður tekinn í notkun nýr kaleikur í Fitjakirkju í Hvanneyrarprestakalli.

Hann er eftirmynd hins forna Fitjakaleiks sem var í Fitjakirkju, en hefur verið á Þjóðminjasafni Íslands frá 1915.

Í tilefni af þessu er dagskrá í Fitjakirkju þar sem sagt er frá sögu kaleiksins. Þá verður guðsþjónusta í Fitjakirkju þar sem kaleikurinn verður helgaður.

Dagskráin hófst klukkan tvö á því að dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur frá Danmörku flutti erindið: Hinn forni kaleikur Fitjakirkju - Saga, greining og hugleiðingar

Næst á dagskránni er:

14:30

Ívar Þ. Björnsson leturgrafari sem gert hefur nýjan Fitjakaleik fjallar um gripina af sjónarhóli silfursmiðsins

15:00

Guðsþjónusta í Fitjakirkju - helgaður nýr Fitjakaleikur sem er gjöf frá kirkjubændum. Prestar: Flóki Kristinsson og Kristján Valur Ingólfsson. Organisti: Steinunn Árnadóttir. Einsöngur: Bjarni Guðmundsson

16:00

Kirkjukaffi að gömlum og góðum sið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×