Innlent

200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar - hátíðardagskrá um allt land

Í dag eru 200 ár liðin frá því að Jón Sigurðsson sjálfstæðishetja fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð og verður fæðingar hans minnst með mikilli hátíðardagskrá um allt land.

Hátíðarmessa verður haldin í Minningarkapellu Jóns á fæðingarstað hans og munu forseti Íslands og forsætisráðherra flytja ávarp um hálf þrjúleytið.

Í Reykjavík hófst formleg dagskrá með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Hátíðardagskrá hefst á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins á Austurvelli upp úr klukkan ellefu. Þá fer skrúðganga frá Austurvell í kirkjugarðinn við Suðurgötu klukkan tólf þar sem forseti borgarstjórnar mun leggja blómsveig á leiði Jóns.

Á Akureyri hefst hefðbundin hátíðardagskrá í Lystigarðinum Heiðursvörður en þar verður meðal annars hugvekja og bænagjörð í Akureyrarkirkju.

Með því að smella hér má sjá heildardagskrá yfir viðburði í Reykjavík.

Hér er síðan dagskráin á Akureyri.

Dagskráin á Hrafnseyri á dag í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×