Innlent

Clinton og Obama óska Íslendingum til hamingju

Hillary Clinton biður að heilsa.
Hillary Clinton biður að heilsa. Mynd/Vísir.is
„Fyrir hönd Obama forseta og bandarísku þjóðarinnar er það mér sönn ánægja að óska íslensku þjóðinni til hamingju með þjóðhátíðardaginn 17. júní“.

Þannig hefst kveðja frá utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hilllary Clinton, til íslensku þjóðarinnar í tilefni af þjóðhátíðardeginum á morgun.

Þar minnist hún meðal annars á samband þjóðanna, eins og í Afganistan, þar sem hún segir þjóðirnar stuðla að friði og stöðugleika. Þá segir hún einnig að Bandaríkin séu vinur og félagi Íslands.

Hér er svo kveðjan í heild sinni:

Fyrir hönd Obama forseta og bandarísku þjóðarinnar er það mér sönn ánægja að óska íslensku þjóðinni til hamingju með þjóðhátíðardaginn 17. júní.

Bandaríkin voru fyrsta landið sem viðurkenndi sjálfstæði Íslands 1944 og vinátta þjóðanna hefur dýpkað enn síðustu áratugina.

Við þetta sérstaka tækifæri fögnum við fjölskrúðugri sögu menningarlegra og persónulegra tengsla á milli þjóðanna, auk samvinnu og gagnkvæms stuðnings sem eru undirstaða sambands okkar. Báðar þjóðirnar hafa skuldbundið sig til að styðja frelsi einstaklingsins, mannréttindi og lýðræði, og við vinnum saman að margs konar málefnum, til dæmis að því að stuðla að friði og stöðugleika í Afganistan, virkja nýja, græna orkugjafa, og tryggja friðsamlega samvinnu á norðurslóðum.

Þegar þið haldið upp á þennan sérstaka dag megið þið vita að Bandaríkin eru vinur og félagi. Ég sendi mínar bestu óskir til íslensku þjóðarinnar og ítreka staðfastan stuðning okkar við að styrkja og dýpka tengslin á milli þjóðanna á komandi árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×