Innlent

Ævintýri Steins Steinarrs á hvíta tjaldið - Jón Óttar leikstýrir

Jón Óttar ásamt konu sinni, Margréti Hrafnsdóttur.
Jón Óttar ásamt konu sinni, Margréti Hrafnsdóttur.
Gengið hefur verið frá samningum um framleiðslu á kvikmynd Jóns Óttars Ragnarssonar, Kill the Poet en kostnaður við myndina er áætlaður 5 milljónir dollara eða hátt í 600 milljónir íslenskra króna.

Leikstjóri og handritshöfundur er Jón Óttar. Framleiðendur eru Margrét Hrafnsdóttir, eiginkona Jóns og Michael Mosca. Meðframleiðendur eru Francesca Visconti frá Equinoxe Films og Snorri Þórisson hjá Pegasus á Íslandi.

Myndin, sem óhætt er að kalla stórmynd á íslenskum skala, fjallar um tvo hópa listamanna sitt hvoru megin Atlantshafsins og samband Steins Steinarrs við Louisu Matthiasdóttur og Nínu Tryggvadóttur málara.

Sögusviðið er Ísland og Bandaríkin á tímum síðari heimstyrjaldarinnar. Fjöldi íslenskra listamanna á þeim tíma kemur við sögu í myndinni.

Tökur á Kill the Poet hefjast í ágúst og stefnt er að því að þeim ljúki í lok september, en upptökur munu fara fram bæði á Íslandi og í Kanada.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×