Innlent

Ljúka hlaupinu klukkan þrjú við Valsheimilið

Hlaupararnir skila sér um klukkan þrjú í dag.
Hlaupararnir skila sér um klukkan þrjú í dag.
Fjögurra manna hópurinn sem hlaupið hefur hringinn í kringum landið til styrktar krabbameinsveikum börnum, kemur í mark í Reykjavík klukkan þrjú í dag. Allir eru velkomnir til að fylgja hlaupurunum síðasta spölinn.

Yfir tíu milljónir króna hafa nú safnast í átakinu sem ber yfirskriftina "Meðan fæturnir bera mig". Það eru hjónin Signý Gunnarsdóttir og Sveinn Benedikt Rögnvaldsson sem eiga veg og vanda að hugmyndinni en sonur þeirra greindist með bráðahvítbæði í janúar á síðasta ári, þá þriggja ára gamall. Hann fór í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð en er í dag á batavegi.

Hlaupararnir fóru af stað 2.júní og hafa síðan þá gengið í gegnum ýmislegt á þessarri 1350 kílómetra leið, svo sem öskufoki, snjókomu og óveðri ásamt meiðslum og almennri þreytu.

Hópurinn hefur þó haldið ótrauður áfram og lagði af stað úr Hvalfirðinum í morgun. Áætlað er að koma í mark klukkan þrjú í dag við Vodafone höllina þar sem Jón Gnarr borgarstjóri tekur á móti þeim.

Allir eru velkomnir til að skokka síðasta spölinn í gegnum Reykjavík með fjórmenningunum. Hægt er að fylgjast með staðsetningu þeirra á depill.is en heimasíða átaksins er mfbm.is þar sem hægt að heita á hlauparana og fræðast um átakið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×