Innlent

Prófessorsstaða í nafni Jóns forseta lýsir gamaldags hugsunarhætti

Einn þingmaður sat hjá þegar Alþingi samþykkti í gær að stofna skyldi sérstaka prófessorsstöðu við Háskóla Íslands tengda nafni Jóns Sigurðssonar. „Gamaldags hugsunarháttur," segir þingmaðurinn og bætir við að erfitt sé að vera gulrót í bananabúnti.

Alþingi samþykkti einróma að stofna skyldi prófessorsstöðuna á sérstökum hátíðarfundi tengdum 200 ára afmæli Jóns í gær. Allir þingmenn greiddu tillögunni atkvæði að Valgerði Bjarnadóttur þingmanni Samfylkingarinnar undanskilinni, en Valgerður sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Í tillögunni er meðal annars tiltekið að starfsskyldur prófessorsins verði við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum og að „eitt lykilverkefna hans verði að halda árlega ráðstefnur og námskeið í sumarháskóla á Hrafnseyri með innlendum og erlendum kennurum og fyrirlesurum.

Valgerður segist eins og aðrir íslendingar bera mikla virðingu fyrir Jóni Sigurðssyni, hún hafi hinsvegar boðið sig fram til þess að gera ákveðna hluti, en í því felist hinsvegar ekki að hlutast til um starfsemi háskólans. Um gamaldags hugsunarhátt sé að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×