Innlent

Breytingar á akstri Strætó 17. júní

Mynd/Heiða Helgudóttir
Akstur allra leiða Strætó á morgun þjóðhátíðardag verður samkvæmt laugardagsáætlun og þá verður á ákveðnum leiðum ekið lengur fram á kvöld. Að auki verður á sömu leiðum tíðari akstur eftir kvöldmat en hefðbundið er samkvæmt laugardagsáætlun. Vegna lokana í miðbæ verður akstursleiðum jafnframt breytt á því svæði.

Á leiðum 1, 3, 4, 6, 11, 12, 13, 14, 15, 18, 19, 22, 24, 28, 33, 34 og 35 mun hálftíma tíðnin halda áfram eftir kvöldmat og munu vagnar á þeim leiðum aka lengur en hefðbundið er samkvæmt áætlun. Síðustu ferðir frá Hlemmi og miðbænum verða farnar um klukkan 23.

Bæði Hverfisgata og Lækjargata verða lokaðar fyrir umferð á 17. júní og því breytist akstur strætó um miðbæinn töluvert. Biðstöðvar á svæðum þar sem akstur verður bannaður verða merktar óvirkar. Tímabundin biðstöð verður sett upp við Geirsgötu, gegnt Kalkofnsvegi.

Farþegar eru hvattir til að sækja ítarlegar upplýsingar um miðbæjarakstur strætó á 17. júní á www.strætó.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×