Innlent

Tillaga um prófessorsstöðu í nafni Jóns samþykkt

Boðað var til minningarfundar á Alþingi í dag.
Boðað var til minningarfundar á Alþingi í dag. Mynd/Pjetur
Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu um prófessorsstöðu tengda nafni Jóns Sigurðssonar forseta. Það var forsætisnefnd Alþingis sem lagði tillöguna fram í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jóns 17. júní næstkomandi.

Boðað var til minningarfundar á Alþingi í dag í tilefni afmælisins og var þetta eina málið sem var á dagskrá. Lagt er til að prófessorinn hafi rannsókna- og kennsluskyldu í sínu fagi, en eitt lykilverkefna hans verður að halda árlega ráðstefnur og námskeið í sumarháskóla á Hrafnseyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×