Ragna Ingólfsdóttir vann í dag glæsilegan sigur í undanúrslitum á alþjóðlega litháenska mótinu í badminton. Ragna sigraði Svisslendinginn Jeanine Cicognini í tveimur lotum 21-18 og 25-23. Ragna leikur til úrslita á morgun.
Sigur Rögnu er sérstaklega glæsilegur í ljósi þess að Cicognini var röðuð fyrst fyrir dráttinn í mótið en Ragna fjórða. Cicognini er í 46. sæti heimslistans en Ragna í sæti 78. Ljóst er að árangur Rögnu í Litháen mun fleyta henni upp um nokkur sæti.
Ragna mætir hinni írsku Chloe Magee í úrslitaleik á morgun. Magee er í 57. sæti heimslistans.
Sport