Jón Arnór og Yao Ming mætast í haust Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júní 2011 16:15 Körfuknattleikssamband Íslands tilkynnti í dag að sambandið hefði þegið boð Kínverja um tvo æfingaleiki í haust. Leikirnir fara fram í Kína 9. og 11. september en gestgjafarnir greiða allan kostnað við ferð íslenska liðsins. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ segist mjög ánægður með boð Kínverjanna. „Við erum mjög ánægðir að vera loksins komnir aftur af stað með A-landslið karla. Norðurlandamótið er fyrsta skrefið en svo kom óvænt tilboð frá Kína þar sem kínverska körfuknattleikssambandið bauð okkur að spila tvo æfingaleiki við landslið þeirra. Liðið verður í fullum undirbúningi fyrir Asíuleikana sem fara fram um miðjan september." Kína er fjölmennasta þjóð heims og Hannes segir körfuknattleik vinsælustu íþróttina þar í landi. Leikirnir verða þeir síðustu sem liðið spilar fyrir Asíuleikana og Hannes segir að íslenskum körfuknattleik sé mikill heiður sýndur með boðinu. „Við fengum samskonar boð árið 2005 og spiluðum tvo leiki. Á sex árum höfum við því fengið tvö boð frá Kínverjum. Þetta sýnir að íslenskur körfubolti nýtur mikillar virðingar." Hannes segir lykilatriði að Kínverjarnir greiða allan kostnað við ferðalag íslenska liðsins. „Við þurfum ekki að leggja út neinn kostnað. Það skiptir öllu máli fyrir okkur. Kínverjarnir borga allan pakkann frá því við leggjum af stað úr Reykjavík þar til við lendum aftur í Keflavík." Hannes reiknar með því að flestir ef ekki allir leikmenn landsliðsins geti tekið þátt í verkefninu. Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Körfuknattleikssamband Íslands tilkynnti í dag að sambandið hefði þegið boð Kínverja um tvo æfingaleiki í haust. Leikirnir fara fram í Kína 9. og 11. september en gestgjafarnir greiða allan kostnað við ferð íslenska liðsins. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ segist mjög ánægður með boð Kínverjanna. „Við erum mjög ánægðir að vera loksins komnir aftur af stað með A-landslið karla. Norðurlandamótið er fyrsta skrefið en svo kom óvænt tilboð frá Kína þar sem kínverska körfuknattleikssambandið bauð okkur að spila tvo æfingaleiki við landslið þeirra. Liðið verður í fullum undirbúningi fyrir Asíuleikana sem fara fram um miðjan september." Kína er fjölmennasta þjóð heims og Hannes segir körfuknattleik vinsælustu íþróttina þar í landi. Leikirnir verða þeir síðustu sem liðið spilar fyrir Asíuleikana og Hannes segir að íslenskum körfuknattleik sé mikill heiður sýndur með boðinu. „Við fengum samskonar boð árið 2005 og spiluðum tvo leiki. Á sex árum höfum við því fengið tvö boð frá Kínverjum. Þetta sýnir að íslenskur körfubolti nýtur mikillar virðingar." Hannes segir lykilatriði að Kínverjarnir greiða allan kostnað við ferðalag íslenska liðsins. „Við þurfum ekki að leggja út neinn kostnað. Það skiptir öllu máli fyrir okkur. Kínverjarnir borga allan pakkann frá því við leggjum af stað úr Reykjavík þar til við lendum aftur í Keflavík." Hannes reiknar með því að flestir ef ekki allir leikmenn landsliðsins geti tekið þátt í verkefninu. Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira