Innlent

Ræddi við yfirmenn framkvæmdastjórnar ESB

Össur fundaði m.a. Stefan Fule, stækkunarstjóra ESB og ítrekaði Össur þann vilja Íslendinga að hefja viðræður um allt að helming samningskaflanna fyrir árslok.
Össur fundaði m.a. Stefan Fule, stækkunarstjóra ESB og ítrekaði Össur þann vilja Íslendinga að hefja viðræður um allt að helming samningskaflanna fyrir árslok.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, átti í dag og í gær fundi með þremur yfirmönnum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, auk tveggja fulltrúa Evrópuþingsins. Fundirnir voru í framhaldi ríkjaráðstefnu ESB og Íslands í Brussel, þar sem eiginlegum samningaviðræðum var hrundið úr vör með opnun fjögurra fyrstu kaflanna.

Fram kemur á vef utanríkisráðuneytisins að á fundi með Stefan Fule, stækkunarstjóra ESB, voru efnisatriði og fyrirkomulag aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið til umræðu. Á þeim fundi ítrekaði Össur þann vilja Íslendinga að hefja viðræður um allt að helming samningskaflanna fyrir árslok, þ. á m. samningskafla um sjávarútveg og landbúnað.

Þá fundaði Össur með Mariu Damanaki, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Þau ræddu endurskoðun sjávarútvegsstefnu ESB, samningaviðræðurnar framundan og stöðuna í makrílviðræðum Íslendinga, Norðmanna, Færeyja og Evrópusambandsins.

Össur hitti einnig Olla Rehn, sem fer með efnahags- og gjaldeyrismál í framkvæmdastjórninni. Á fundinum kynnti Össur efnahagsáætlun Íslands og Rehn gerði grein fyrir aðgerðum ESB til að tryggja efnahagsstöðugleika á evrusvæðinu og breytingum á fjármálaregluverki ESB.

Þá fundaði Össur að lokum með þýska þingmanninum Martin Schultz, sem fer fyrir hópi jafnaðarmanna á Evrópuþinginu. Þeir ræddu aðildarviðræðurnar og hlutverk Evrópuþingsins í þeim. Ennfremur ræddi Össur við Steffen Weber, framkvæmdastjóra Norðurskautsvettvangs Evrópusambandsins og ráðgjafa Evrópuþingsins um norðurslóðir, um mögulegt samstarf Íslands og Evrópusambandsins í málefnum norðurslóða.


Tengdar fréttir

Árni Þór telur brýnt að hraða aðildarferlinu

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segist ánægður með að aðildarviðræðurnar Íslands og Evrópusambandsins gangi hratt fyrir sig. "Ég er eindreginn stuðningsmaður þeirra ákvörðunar Alþingis að fara að fara í viðræður við Evrópusambandið um hugsanlega aðild og leggja málið í dóm kjósenda. Það er það lýðræðislega umboð sem stjórnvöld hafa og Alþingi á að hafa eftirlit með því.“

Stækkunarstjóri ESB segir að sjávarútvegsmálin verði erfiðust

Utanríkisráðherra lagði til á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins í morgun að aðildarviðræðum Íslendinga við sambandið verði hraðað, og tekist verði á um alla nauðsynlega kafla samninganna sem fyrst. Ráðamenn í Brussel sögðu daginn sögulegan og lýstu ánægju með að formlegar aðildarviðræður væru hafnar.

Aðildarviðræður við ESB hafnar

Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið hófust í dag þegar fyrstu fjórir kaflar viðræðnanna voru teknir fyrir, en samkvæmt fréttatilkynningu á síðu sambandsins hefur yfirferð á tveimur þessara kafla verið lokað til bráðabirgða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×