Innlent

Borinn niður af kletta­borginni

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Ferðamaðurinn þurfti flutning í sjúkrabörum niður af klettaborginni.
Ferðamaðurinn þurfti flutning í sjúkrabörum niður af klettaborginni.

Fyrr í dag voru björgunarsveitir á Blönduósi og Hvammstanga boðaðar út vegna ferðamanns sem hafði slasast efst í Borgarvirki.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Borgarvirki er gamall gostappi, hamrabelti milli Vesturhóps og Víðidals.

„Ferðamaðurinn þurfti flutning í sjúkrabörum niður af klettaborginni. Sjúkraflutningar fóru einnig á staðinn. Þegar útkallið barst þótti ástæða til að senda björgunarsveitir í forgangsakstri á staðinn.“

Af vettvangi.landsbjörg

Þegar björgunarfólk var komið á staðinn hafi verið ljóst að betur hafði farið en leit út um tíma. 

„Búið var um hinn slasaða í sjúkrabörum og borinn niður klettaborgina að göngustíg og tröppum síðasta spöl og í sjúkrabíl sem flutti viðkomandi til aðhlynningar á næstu Heilsugæslustöð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×