Innlent

Eflaust fyrstu „plankararnir“ - myndin tekin árið 1984

Ekki er vitað hver er efstur á myndinni en síðan koma þeir Björgvin Sveinsson, Björn Sverrisson og Guðmundur Gunnarsson.
Ekki er vitað hver er efstur á myndinni en síðan koma þeir Björgvin Sveinsson, Björn Sverrisson og Guðmundur Gunnarsson. Mynd/Feykir.is
Nýjasta æðið hjá unga fólkinu þessa dagana er að taka mynd af sér „planka.“ Æðið byrjaði þegar nokkrir útlenskir piltar byrjuðu að taka myndir af sér liggjandi á hinum ýmsu stöðum og settu inn á Facebook-síðu sína fyrir nokkrum mánuðum síðan. Það barst svo til Íslands og hefur breiðst hratt út á meðal ungs fólks sem keppir við að taka myndir af sér liggjandi á skrýtnum stöðum.

Á meðal þeirra sem hefur „plankað“ hér á landi er Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins.

Fréttavefurinn Feykir.is birti í gær mynd af starfsmönnum á Borginni sem voru að „planka“ árið 1984. Þó að óskráðar reglur í plankinu sé að liggja á maganum, þá fóru strákarnir á Borginni aðra leið og lágu á bakinu. Hvort það væri löglegt í dag, skal ósagt látið, en myndin er sniðug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×