Innlent

Hættir við umdeild prinsessunámskeið

SB skrifar
Anna Friðrika, skipuleggjandi námskeiðanna.
Anna Friðrika, skipuleggjandi námskeiðanna.
„Þetta er bara búið,“ segir Anna Friðrika, eigandi fyrirtækisins utlit.is, en hún ákvað í sumar að bjóða upp á afar umdeilt prinsessunámskeið. Hún hefur ákveðið að hætta við námskeiðið vegna umræðu, sem hún telur óskiljanlega.

„Ég bara skil þessa umræðu ekki. Þetta átti bara að vera framkomunámskeið, ekkert svona eins og í Ameríku, þar sem eru fegurðarsamkeppnir, bótox og börn,“ segir Anna.

Í Fréttablaðinu í dag sagði Hrafnhildur Gunnarsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, námskeiðið ala á undirgefni ungra stúlkna.

Á námskeiðunum áttu stúlkur allt niður í átta ára aldur að læra allt um snyrtimennsku, fótsnyrtingu, borðsiði og hárgreiðslu. Eldri stúlkurnar, á aldrinum 13 til 15 ára, áttu að læra um kvöldförðun og réttan klæðaburð.

Anna segist sorgmædd yfir því að þurfa að hætta við námskeiðið. Allir þáttakendur muni hins vegar fá endurgreitt. Námskeiðið heyri hins vegar sögunni til.

„Þetta er því varla fréttnæmt lengur, engillinn minn,“ sagði Anna að lokum.


Tengdar fréttir

Hörð gagnrýni á prinsessunámskeið fyrir börn

„Þetta tengist bersýnilega kynlífsvæðingu barna,“ segir Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, um nýtt námskeið á vegum Útlit.is, Prinsessuskólann. Hún segir námskeiðið ala á undirgefni ungra stúlkna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×