Innlent

Tólf stunda samningafundi lauk án árangurs

Tólf klukkustunda samningafundi flugmanna Icelandair við viðsemjendur lauk upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi hjá Ríkissáttasemjara , án árangurs.

Nýr fundur hefur verið boðaður um hádegi. Icelandair aflýsti í gær flugi til Kaupmannahafnar, sem fara átti í nótt, en eins og staðan er núan er útlit fyrir að flogið verði samkvæmt áætlun til allra áfangastaða í dag.

Morgunblaðið hefur eftir Guðbjarti Hannessyni, velferðarráðhera, sem fer með málefni vinnumarkaðarins, að ekki hafi komið til tals í ríkisstjórninni að undirbúa lög á aðgerðir flugmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×