Innlent

Árni Þór telur brýnt að hraða aðildarferlinu

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segist ánægður með að aðildarviðræðurnar Íslands og Evrópusambandsins gangi hratt fyrir sig. „Ég er eindreginn stuðningsmaður þeirra ákvörðunar Alþingis að fara að fara í viðræður við Evrópusambandið um hugsanlega aðild og leggja málið í dóm kjósenda. Það er það lýðræðislega umboð sem stjórnvöld hafa og Alþingi á að hafa eftirlit með því."

Árni Þór, Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Stefán Haukur Jóhannesson. formaður samninganefndar Íslands, sátu ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins í morgun þar sem formlegar aðildarviðræður Íslendinga hófust.

Þá segir Árni Þór mikilvægt að hraða aðildarferlinu. „Ég er líka þeirra skoðunar að það er mikilvægt að reyna hraða þessu ferli sem hægt er þannig að þjóðin geti sem fyrst tekið afstöðu til samningsniðurstöðu."


Tengdar fréttir

Stækkunarstjóri ESB segir að sjávarútvegsmálin verði erfiðust

Utanríkisráðherra lagði til á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins í morgun að aðildarviðræðum Íslendinga við sambandið verði hraðað, og tekist verði á um alla nauðsynlega kafla samninganna sem fyrst. Ráðamenn í Brussel sögðu daginn sögulegan og lýstu ánægju með að formlegar aðildarviðræður væru hafnar.

Aðildarviðræður við ESB hafnar

Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið hófust í dag þegar fyrstu fjórir kaflar viðræðnanna voru teknir fyrir, en samkvæmt fréttatilkynningu á síðu sambandsins hefur yfirferð á tveimur þessara kafla verið lokað til bráðabirgða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×