Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, er í forystu í Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi eftir að hafa spilað frábært golf í dag.
Guðmundur Ágúst er aðeins átján ára gamall en hann lék á 65 höggum á Hvaleyrarvelli í dag eða sex höggum undir pari. Hann fékk sex fugla í dag og tólf pör.
Annar unglingur, Haraldur Franklín Magnús sem einnig keppir fyrir GR, átti einnig góðan dag en hann lék á 66 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann fékk heldur engan skolla í dag.
Ólafur Már Sigurðsson, GR, er í þriðja sæti á þremur höggum undir pari samtals en hann lék á 68 höggum í dag. Ólafur Björn Loftsson, NK, kemur næstur á tveimur undir pari en Andri Már Óskarsson, GHR, er í fimmta sæti. Hann var í forystu eftir fyrsta keppnisdaginn en lék á 73 höggum í dag eða tveimur yfir pari vallarins.
Lokakeppnisdagurinn fer fram á morgun og má fylgjast með stöðu mála á golf.is/skor.
Guðmundur Ágúst í forystu eftir frábæran dag
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn



Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn


Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn


Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn
