Innlent

Yfirvinnubann flugmanna hafið

Mynd/Valli
Yfirvinnubann hjá flugmönnum Icelandair er hafið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu stendur sáttafundur í kjaradeilu Félags íslenskra atvinnuflugmanna fyrir hönd flugmanna Icelandair og Samtaka atvinnulífsins fyrir Icelandair enn yfir og er staðan mjög óljós. Fundað er í húsakynnum Ríkissáttasemjara.

Flugmenn Icelandair höfðu gefið út að ef ekki næðist að semja fyrir klukkan tvö í dag hæfist yfirvinnubannið. Það þýðir að ef upp koma forföll hjá flugmönnum og bakvaktir eru ekki nægilega mannaðar þarf Icelandair að fella niður ferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×