Innlent

Kópurinn litli fær klapp og rjómablandaða mjólk

Mynd/Sonja Steinarsdóttir
Litli kópurinn sem hefur gert sig heimakominn í fjöru í Kópavogi hefur fengið rjómablandaða mjólk í sprautu og líkað vel. Hann er orðinn heldur vanur mannfólkinu og hafði ekkert á móti því að leyfa þessum ungu dömum, sem hér sjást á myndunum, að klappa sér þegar þær bara að í fjörunni.

Kópsins varð fyrst vart í Kópavogi á þriðjudag og hefur hann reglulega haft viðkomu í fjörunni síðan. Lögregla og starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins voru kallaðir til í gær af áhyggjufullum dýravinum. Þar sem kópurinn virtist í ágætum holdum og hafa það bærilega var ákveðið að láta hann óáreittan þannig að náttúran gæti haft sinn gang.

.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×