Innlent

Risastórt skemmtiferðaskip í Reykjavík

Hugrún Halldórsdóttir skrifar
Hið veglega skemmtiferðaskip Azura lagðist að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun.

Skipið Azura er engin smá smíði, en um borð eru 2900 farþegar og 1200 manna áhöfn.

Skipið er 115 brúttótonn að stærð, 40 metrar á breidd og tæpir þrír laugardalsvellir að lengd, eða 290 metrar. Þar má finna næstum allt sem ferðamenn leita eftir á landi: veitingastaði, listasafn, verslanir, danssali og svo mætti lengi telja. Bæði farþegar og áhafnarmeðlimir fengu að fara frá borði í dag og nutu dagdag í og við Reykjavík og var margt í boði.

Það má segja að koma Azura, sem lætur úr höfn í kvöld og tekur stefnuna á Akureyri, sé upphitun fyrir það sem koma skal, en von er á stærri skemmtiferðaskipum til landsins á næstu mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×