Innlent

Ný starfsstöð Fræðslunets Suðurlands

Húsaleigusamningur vegna nýrrar starfsstöðvar Fræðslunets Suðurlands var undirritaður í dag.
Húsaleigusamningur vegna nýrrar starfsstöðvar Fræðslunets Suðurlands var undirritaður í dag.
Fræðslunet Suðurlands og Rangárþing eystra undirrituðu í dag húsaleigusamning vegna nýrrar starfsstöðvar Fræðslunetsins á Hvolsvelli. Um er að ræða skrifstofu, fullbúna kennslustofu með fjarfundabúnaði og hlutdeild í sameiginlegu rými Tónlistarskóla Rangæinga og Hvolsskóla.

Höfuðstöðvar Fræðslunetsins eru í Iðu á Selfossi en fræðslunet Suðurlands opnar nýju starfsstöðina í Hvolsskóla næsta haust.  Áætlað er að starfsemin hefjist 1. september.

Starfsemi Fræðslunetsins hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og tengist ýmiskonar námskeiðahaldi og fræðslustarfsemi fyrir fullorðna.  Verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu mun starfa á Hvolsvelli að hluta eftir að starfstöðin hefur verið virkjuð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×