Innlent

Vilja fjölga ferðum Herjólfs

Bæjarráð Vestmannaeyja vill að ferðum Herjólfs á milli Eyja og Landeyjahafnar verði fjölgað, ekki síst í ljósi þess hve skipið er þétt setið í hverri ferð og mörg dæmi séu um að fólk þurfi frá að hverfa þar sem skipið er fullt.

Það sem af er þessum mánuði hefur skipið flutt 25 þúsund farþega, þar af 9,500 manns á viku síðustu tvær vikurnar.Þá vill bæjarráð að stór ferja verði tekin á leigu þegar Herjólfur fer í slipp á næstunni, en Vegagerðin ráðgerir að Breiðafjarðarferjan Baldur muni hlaupa í skarðið. Hún er mun minni en Herjólfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×