Innlent

Svifu 380 kílómetra leið

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Þremur svifflugmönnum á þremur svifflugum tókst í gær að svífa 308 kílómetra fyrirfram ákveðna leið, sem mun vera einstakur árangur í svifflugi hér á landi. Flugið hófst á Sandskeiði og lauk þar.

Flugmennirnir fengu óvenju gott uppstreymi og flugu í eitt til tvö þúsund metra hæð á hundrað til tvö hundruð kílómetra hraða. Með þessu náðu þeir allir áfanga að svonefndri Gull-C viðurkenningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×