Innlent

Blái herinn skorar á ráðherra

Umhverfissamtökin Blái herinn hafa sent umhverfisráðherra áskorun um að taka strax á olíumenguninni, sem fannst í fjörunni við Garðskagavita í fyrrakvöld, en Umhverfisstofnun telur ekki ástæðu til aðgerða. Hún telur að náttúran sjálf muni vinna á menguninni. Ekki er vitað hvaðan hún kemur, nema hvað hún er væntanlega komin úr einhverju skipi, sem hefur átt leið hjá. Árleg sólstöðuhátíð hefst á svæðinu í dag, en undanfarin ár hafa börn leikið sér í fjörunni, þar sem mengunin er nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×