Innlent

Ljósmæður styðja leikskólakennara

Mynd úr safni
Ljósmæðrafélag Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við baráttu leikskólakennara fyrir leiðréttingu á launakjörum sínum.

Í tilkynningu frá félaginu segir að kjarabarátta leikskólasnúist um að störf þeirra verði metin í samræmi við menntun, ábyrgð og þá grunnhugmynd að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi á launum sínum.

Þá taka ljósmæður fram að kjarabarátta leikskólakennara sé ekki síst jafnréttisbarátta enda langstærsti hluti leikskólakennara konur.

„Ljósmæðrafélag Íslands skorar því á sveitarfélögin að sýna kjark og þor og ganga strax í að leiðrétta laun leikskólakennara. Það er hagur samfélagsins alls að fólkið sem sér um fjöregg þjóðarinnar, börnin okkar, sé umbunað fyrir það mikla og góða starf," segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×