Innlent

Aukin trú á stefnu Íslands

Trú Íslendinga á framtíð Íslands virðist vera að styrkjast ef marka má könnun sem þjónustufyrirtækið Miðlun hefur framkvæmt undanfarna mánuði. Könnunin nær yfir fjóra mánuði, en samkvæmt henni virðist útlitið hafa verið svartast í mars, þegar aðeins 31,4% svarenda töldu landið vera á réttri leið.

Þegar könnunin var fyrst lögð fyrir fólk í febrúar sögðust 39,5% telja Ísland stefna í rétta átt, en það hlutfall féll um 8,1% í marsmánuði eins og áður kom fram. Hinsvegar birti til í apríl þegar heil 46,7% höfðu trú á stefnu landsins og hélst það hlutfall tiltölulega óbreytt í maí þegar 46,5% sögðust telja Ísland stefna í rétta átt.

Í maímælingunni kom fram marktækur munur eftir aldri og menntun þátttakenda en það er elsti aldurshópurinn (50-75 ára) sem telur helst að Ísland sé að stefna í rétta átt (56,7%).

Einnig er mælanlegt samband milli menntunar og viðhorfs þátttakenda en meira en helmingur (57,1%) þátttakenda með háskólapróf telja að Ísland stefni í rétta átt á meðan 41,6% þeirra sem eru með framhaldsskólapróf og 36,2% þeirra sem eru með grunnskólapróf eru á sama máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×