Innlent

Leikjadagur ÍTR í Nauthólsvík - ungir sem aldnir velkomnir

Mynd sem búin var til í tilefni dagsins
Mynd sem búin var til í tilefni dagsins
Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur á 25 ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni verður efnt til leikjadags ÍTR í Nauthólsvík laugardaginn 25. júní næstkomandi milli klukkan 13 og 16.

Þá gefst ungum sem öldnum borgarbúum færi á að taka þátt í skemmtilegum, spennandi og öðruvísi leikjum og fjölbreyttri afþreyingu. Heiti dagsins er ætlað að undirstrika vægi leiksins í starfi ÍTR.

Auk leikjanna verður boðið uppá aðstöðu til að grilla, poppað verður yfir eldi, hægt verður að fara á báta í Siglunesi, sýndir verða munir og myndir úr starfi ÍTR og sýnd ný heimildamynd um starfsemi skrifstofu tómstundamála ÍTR. Í

þrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur var stofnað 19. júní 1986 við sameinginu Íþróttaráðs Reykjavíkur og Æskulýðsráðs Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×