Innlent

Reiknað með fundarhöldum í allan dag

MYND/Valgarður
Samninganefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair komu saman til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan hálf tíu í morgun. Ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair hefst á föstudagsmorgun hafi ekki samist. Flugmenn krefjast meiri launahækkana en gert er ráð fyrir í almennum kjarasamningum og minni vinnuskyldu.

Heldur jákvæðari tónn var í samningamönnum í gær en verið hefur en aðilar í ferðaþjónustu hafa miklar áhyggjur af áhrifum yfirvinnubanns flugmanna. Yfirvinnubannið þýddi að ekki yrðu kallaðir út menn ef flugmenn forfallast og þar með gætu flugáætlanir félagsins raskast. Reiknað er með að samningafundur standi í allan dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×