Innlent

Borgarlistamaður Reykjavíkur útnefndur í dag

Borgarlistamaður Reykjavíkur verður útnefndur í Höfða í dag.
Borgarlistamaður Reykjavíkur verður útnefndur í Höfða í dag. Mynd/Anton Brink
Borgarlistamaður Reykjavíkur 2011 verður útnefndur af borgarstjóranum í Reykjavík Jóni Gnarr í dag kl. 16:00 í Höfða og listamanninum veitt viðurkenning en það verður Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur, sem gerir grein fyrir vali ráðsins á listamanninum. Þá verður tónlistaratriði flutt af félögum úr Caput, Tónlistarhópi Reykjavíkurborgar 2011.

Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning til handa reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi.  Þeir einir listamenn koma til greina við útnefningu borgarlistamanns, sem búsettir eru í Reykjavík.

Viðurkenningin borgarlistamaður hefur tíðkast síðan árið 1995 og kom þá í stað eins árs starfslauna. Hana hafa hlotið:

1995 Guðmunda Andrésdóttir,   1996 Jón Ásgeirsson,   1997 Hörður Ágústsson,  1998 Thor Vilhjálmsson,   1999 Jórunn Viðar,   2000 Björk,   2001 Kristján Davíðsson,   2002 Hörður Áskelsson,  2003  Ingibjörg Haraldsdóttir, 2004 Hallgrímur Helgason, 2005 Rúrí og Páll Steingrímsson, 2006 Edda Heiðrún Backman, 2007 Ragnar Bjarnason, 2008 Þórarinn Eldjárn, 2009 Steinunn Sigurðardóttir og 2010 Kristbjörg Kjeld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×