Innlent

Eldur á Hótel Selfossi - hótelið rýmt

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Hótel Selfoss var rýmt í skyndingu á örðum tímanum í nótt eftir að eldur kom upp í þvottahúsi hótelsins í kjallara þess. 130 gestir voru í hótelinu og gekk rýmingin vel.

Fólkið var flutt i húsnæði Rauðakrossins. Sjálfvirkt slökkvikerfi hafði slökkt eldinn að mestu þegar slökkvilið kom á vettvang, en reykur hafði borist upp á hæðirnar og reykræsti slökkviliðið húsnæðið í tvær klukkustundir áður en gestum var hleypt inn á ný.

Ekki er búið að meta tjónið, en það er ekki talið mikið. Talið er að eldurinn hafi kviknað í einhverju raftæki í þvottahúsinu, en eldsupptök verða rannsökuð nánar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×