Oklahoma City Thunder, Tennessee Titans, Los Angeles Clippers og Baltimore Ravens eru aðeins nokkur dæmi um bandarísk atvinnumannalið sem hafa flutt sig um set í Bandaríkjunum.
Hugsanlega eru einhverjir Íslendingar í Winnipeg sem fagna um þessar mundir nýju íshokkí-liði á sama tíma og Atlanta-búar kveðja liðið sitt.
Liðið sem umræðir er Atlanta Trashers sem ríkasti maður Kanada, Mark Chipman, festi kaup á ásamt fleirum í síðasta mánuði. Þrátt fyrir kaupin átti NHL-deildin eftir að gefa grænt ljós á flutning liðsins til Winnipeg. Nú hefur leyfið fengist.
„Stjórnin samþykkti einróma kaup fyrirtækisins True North, í eigu þeirra Mark Chipman og David Thompson á Atlanta Trashers og flutning þess til Winnipeg," sagði Gary Bettman framkvæmdastjóri NHL-deildarinnar við Reuters fréttastofuna.
„Auðvitað kennum við í brjósti um aðdáendurna í Atlanta. En íbúarnir í Winnipeg eru augljóslega afar spenntir yfir komu okkar," bætti Bettman við.
Enn á eftir að greina frá nýju nafni liðsins.
Enn flytja keppnislið sig milli borga vestanhafs
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“
Íslenski boltinn






„Holan var of djúp“
Körfubolti
