Innlent

Bótakröfu hafnað - hugar að málsókn

Ríkislögmaður segir það ranga staðhæfingu að forsætisráðherra hafi sýnt Önnu Kristínu lítilsvirðingu, niðurlægt hana eða vegið að starfsheiðri hennar, reynslu eða hæfni.
Ríkislögmaður segir það ranga staðhæfingu að forsætisráðherra hafi sýnt Önnu Kristínu lítilsvirðingu, niðurlægt hana eða vegið að starfsheiðri hennar, reynslu eða hæfni.
Anna Kristín Ólafsdóttir hugar nú að málsókn í kjölfar höfnunar ríkislögmanns á 5 milljóna króna bótakröfu sem Anna Kristín lagði fram á þeim grundvelli að jafnréttislög hefðu verið brotin þegar karlmaður var ráðinn framyfir hana við ráðningu skrifstofustjóra í Forsætisráðuneytinu.



Í svarbréfi ríkislögmanns við bótakröfunni segir að ekki þyki tækt að reikna kröfuna út frá launum sem í boði voru fyrir starfið nema sannað sé að starfið hefði átt að veita Önnu.



Þá tekur hann fram að Anna hafi lent í fimmta sæti af þeim umsækjendum sem fóru í hæfnismat en auk þess hafi sá sem starfið hlaut verið sérstaklega metinn hæfari gagnvart tveimur öðrum umsækjendum auk þess sem hann hafi hlotið afar góð meðmæli umsagnaraðila.



Ríkislögmaður býður Önnu Kristínu að ljúka málinu með greiðslu hæfilegra miskabóta.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×