Innlent

Nýr sýningasalur opnar á Hornafirði

Gullfjöll, eftir Svavar Guðnason
Gullfjöll, eftir Svavar Guðnason
Nýr sýningasalur Listasafns Hornafjarðar verður opnaður við hátíðlega athöfn þann 24. júní næstkomandi. Salurinn er til húsa í Gömlu Slökkvistöðina og opnunarsýning er á verkum Svavars Guðnasonar.



Sýningar verða á verkum Svavars á sumrin en yfir vetrartímann verður fjölbreytt dagskrá innlendra og erlendra listamanna og til að mynda verður sýning á verkum Jóns Þorleifssonar frá Hólum á haustmánuðum.



Svavar Guðnason fæddist á Hornafirði 18. Nóvember 1909 og fór hann til náms til Reykjavíkur og síðar til Kaupmannahafnar þar sem hann kynntist konu sinni, Ástu Eiríksdóttur frá Borgafirði Eystra. Ásta helgaði líf sitt listamanninum  og tryggði þeim lifibrauð. Svavar lést í júní 1988 og eftir andlát hans lagði Ásta mikla áherslu á að æviverk hans yrðu sýndur sá sómi sem hann og þau eiga bæði skilið.



Ásta gaf heimasveit Svavars fjöldann allan af verkum og einnig bárust höfðinglegar gjafir úr dánarbúi Svavars og Ástu þegar hún lést í febrúar 2008. Hluti Listasafns Hornafjarðar verður tileinkaður Ástu í svonefndri Ástustofu.



Menntamálaráðherra opnar nýja sýningasalinn og hefst athöfnin kl 16:00.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×