Hætta á stöðnun samfara verðbólgu 30. júní 2011 19:08 Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningar Arion. Mynd/Rósa Jóhannsdóttir Verðbólgan frá áramótum er meiri á Íslandi en mælist á heilu ári víða annarsstaðar. Forstöðumaður greiningardeildar segir að hætta sé á stöðnun í hagkerfinu samfara verðbólgu á næstu mánuðum. Nýjustu tölur hagstofunnar benda til þess að verðbólgan sé enn í vexti, en hún mælist nú 4,2% á ársgrundvelli og er því komin vel yfir 2,5 prósenta markmið seðlabankans. Síðustu fimm mánuði hefur verðlag hækkað um tæp 4,5%, sem er meira en í mörgum nágrannalöndum Íslands á heilu ári. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir þó að verðbólgan sé að einhverju leyti innflutt vegna hækkana á olíu- og hrávöruverði erlendis, en ofan á það leggist hækkun opinberra gjalda og rísandi húsnæðisverð. Útlit sé fyrir frekari verðbólgu, meðal annars vegna launahækkana í kjarasamningum. Ásdís hefur áhyggjur af ástandi sem kallað er á ensku stagflation, það er að segja stöðnun í hagkerfinu samfara mikilli verðbólgu, sem þykir erfitt viðureignar. „Í raun má segja það vegna þess að við erum með þennan framleiðsluslaka í hagkerfinu. Þó hagkerfið sé að rísa þá er enn slaki til staðar og á sama tíma erum við að sjá verðbólguna færast sífellt fjær verðbólgumarkmiði Seðlabankans,“ segir Ásdís. Þegar verðbólga hlýst af auknum kostnaði fyrirtækja, til dæmis vegna verðhækkana á alþjóðamörkuðum, en ekki eftirspurnarþrýstingi, getur verið erfitt að slá á verðbólguna með aðhaldi í peningastefnunni. Ásdís telur að slíkt gæti jafnvel haft öfugar afleiðingar. Spurður fyrr í mánuðinum hvort að seðlabanki í litlu ríki eins og Íslandi hafi burði til að berjast við verðbólgu með aðhaldssamri peningastefnu sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri: „Það hefur ekkert upp á sig og við munum ekki reyna það. Við höfum aldrei reynt að berjast gegn alþjóðlegum verðhækkunum af þessu tagi. Okkar verkefni þegar þær ríða yfir er að þær hafi ekki áhrif í næstu umferð.“ Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
Verðbólgan frá áramótum er meiri á Íslandi en mælist á heilu ári víða annarsstaðar. Forstöðumaður greiningardeildar segir að hætta sé á stöðnun í hagkerfinu samfara verðbólgu á næstu mánuðum. Nýjustu tölur hagstofunnar benda til þess að verðbólgan sé enn í vexti, en hún mælist nú 4,2% á ársgrundvelli og er því komin vel yfir 2,5 prósenta markmið seðlabankans. Síðustu fimm mánuði hefur verðlag hækkað um tæp 4,5%, sem er meira en í mörgum nágrannalöndum Íslands á heilu ári. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir þó að verðbólgan sé að einhverju leyti innflutt vegna hækkana á olíu- og hrávöruverði erlendis, en ofan á það leggist hækkun opinberra gjalda og rísandi húsnæðisverð. Útlit sé fyrir frekari verðbólgu, meðal annars vegna launahækkana í kjarasamningum. Ásdís hefur áhyggjur af ástandi sem kallað er á ensku stagflation, það er að segja stöðnun í hagkerfinu samfara mikilli verðbólgu, sem þykir erfitt viðureignar. „Í raun má segja það vegna þess að við erum með þennan framleiðsluslaka í hagkerfinu. Þó hagkerfið sé að rísa þá er enn slaki til staðar og á sama tíma erum við að sjá verðbólguna færast sífellt fjær verðbólgumarkmiði Seðlabankans,“ segir Ásdís. Þegar verðbólga hlýst af auknum kostnaði fyrirtækja, til dæmis vegna verðhækkana á alþjóðamörkuðum, en ekki eftirspurnarþrýstingi, getur verið erfitt að slá á verðbólguna með aðhaldi í peningastefnunni. Ásdís telur að slíkt gæti jafnvel haft öfugar afleiðingar. Spurður fyrr í mánuðinum hvort að seðlabanki í litlu ríki eins og Íslandi hafi burði til að berjast við verðbólgu með aðhaldssamri peningastefnu sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri: „Það hefur ekkert upp á sig og við munum ekki reyna það. Við höfum aldrei reynt að berjast gegn alþjóðlegum verðhækkunum af þessu tagi. Okkar verkefni þegar þær ríða yfir er að þær hafi ekki áhrif í næstu umferð.“
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira