Handbolti

Umfjöllun: Valskonur í bikarúrslit

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Mynd/Vilhelm
Leik Fylkis og Vals í undanúrslitum Eimskipsbikar kvenna í kvöld lauk með 25-15 sigri Vals. Þær spila því annað árið í röð til úrslita eftir að hafa tapað úrslitaleiknum í fyrra.

Þessi lið léku fyrir stuttu í N1 deildinni og fóru Valsstúlkur þar með öruggan sigur af hólmi og höfðu því Fylkisstúlkur harma að hefna.

Valsstúlkur spiluðu gríðarlega góða vörn og náðu snemma forskoti sem þær slepptu aldrei af hendi og fóru inn í hálfleik með 12-4 forystu. Seinni hálfleikur var jafnari en Valsstúlkur leyfðu þó Fylkisstúlkum aldrei að komast of nálægt og tryggðu sér 25-15 sigur í lokin.



Hinn undanúrslitaleikurinn fer fram á morgun og gæti verið í spilunum endurtekning á úrslitaleiknum í fyrra þegar Reykjavíkurstórveldin Fram og Valur mættust.

Fylkir-Valur 15 - 25 ( 4 - 12 )

Mörk Fylkis: Sunna María Einarsdóttir 6, Nataly Sæunn Valencia 4, Unnur Ómarsdóttir 2, Áslaug Gunnarsdóttir 1, Anna María Guðmundsdóttir 1,Kristrún Steinþórsdóttir 1

Varin skot:Guðrún Ósk Maríasdóttir 11/0 (32/4 12.5%), Melkorka Mist Gunnarsdóttir 0/0 (3/0 0%)

Hraðaupphlaup: 2(Nataly Sæunn Valencia)

Fiskuð víti:0

Utan vallar: 8 mínútur

Mörk Vals: Kristín Guðmundsdóttir 6, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 5, Anett Köbli 4/4, Rebekka Rut Skúladóttir 3, Karolína B. Gunnarsdóttir 2, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Arndís M. Erlingsdóttir 1

Varin skot: Guðný Jenna Ásmundadóttir 13/0 (28/0 46%) , Sunneva Einarsdóttir 2/0 (5/0 40%)

Hraðaupphlaup: 1 (Rebekka Rut Skúladóttir)

Fiskuð víti: 4( Kristín Guðmundsdóttir 2,Hildigunnur Einarsdóttir, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir

Utan vallar: 4 mínútur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×