Viðskipti erlent

Mark Zuckerberg vinsælastur á Google+

Zuckerberg er ekki bara vinsæll á Facebook.
Zuckerberg er ekki bara vinsæll á Facebook. Mynd/AP
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, státar af töluvert fleiri "fylgjendum" á Google+ en báðir stofendur Google, en Google+ er nýr samskiptavefur sem fyrirtækið opnaði þann 28. júní síðastliðinn.

Á vef MSNBC er vitnað í manninn á bak við forritið sem mælir fylgjendur síðunnar. Samkvæmt honum útskýrast vinsældir hans af þeirri staðreynd að hér um sé að ræða vinamesta mann heims sem hefur þegar verið umfjöllunarefni heillar kvikmyndar, auk þess sem hann sé myndarlegri en báðir stofnendur Google.

Hér má glöggt sjá að Zuckerberg situr öruggur í fyrsta sætinu með mun fleiri fylgjendur en Larry Page og Sergey Brin, stofnendur Google.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×