Innlent

Barnslát: Búið að yfirheyra alla nema móðurina

Yfirheyrslum lögreglu yfir samstarfsfólki og aðstandendum konunnar, sem grunuð er um að hafa komið nýfæddu barni sínu fyrir í ruslagámi þar sem það fannst látið, er að mestu lokið.

Nú á aðeins eftir að yfirheyra konuna sjálfa en það hefur en ekki verið gert þar sem hún er enn á sjúkrahúsi að jafna sig eftir fæðinguna á laugardaginn.

Hún verður útskrifuð á morgun eða hinn. Lögreglan mun ekki tjá sig um niðurstöður krufningar á sveinbarninu sem fannst látið fyrr en skýrslutökum yfir konunni er lokið.

Frá því var greint á vef Morgunblaðsins, mbl.is, að barnið hefði verið lifandi þegar móðirin átti að hafa komið því fyrir í ruslagáminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×