Innlent

Samningar í höfn

Formenn samninganefndanna Jón Einarsson og Svali Björgvinsson. Á milli þeirra stendur Magnús Jónsson sáttasemjari.
Formenn samninganefndanna Jón Einarsson og Svali Björgvinsson. Á milli þeirra stendur Magnús Jónsson sáttasemjari. Mynd/www.rikissattasemjari.is
Á níunda tímanum í kvöld náðust samningar milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair um nýjan kjarasamning flugmanna Icelandair. Flugmenn félagsins felldu kjarasamning sem gerður var 30. júní.

Fundur deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan 11 í morgun og yfirvinnubann flugmanna hófst síðan klukkan 14. Icelandair þurfti að fella niður nærri 20 flug vegna yfirvinnubanns flugmanna í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×