Innlent

Leggja nýjan sæstreng

Emerald Atlantis og TE SubCom hafa skrifað undir samning um lagningu á nýjum sæstreng af nýrri kynslóð sæstrengja, til gagnaflutninga á milli Íslands, Norður-Ameríku, Bretlandseyja og meginlands Evrópu.

„Emerald Express sæstrengurinn, sem ætlaður er til gagnaflutninga, er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum með 60.000 Gbps afkastagetu. Sæstrengurinn mun bæta mjög gagnaflutning á milli Norður-Ameríku og Evrópu og styðja myndarlega við uppbyggingu á nýjum gagnaversiðnaði á Íslandi,“ segir í tilkynningu.

Þar er haft eftir Greg Varisco, framkvæmdastjóra Emerald Atlantis, að hin mikla bandbreidd og hraði strengsins, ásamt hnattrænni legu hans, muni veita viðskiptavinum hagkvæmustu gagnaflutninga yfir Atlantshafið sem völ er á og veita tækifæri til örari vaxtar á uppbyggingu gagnaversiðnaðar á Íslandi. „Þetta styður jafnframt áform breska fjárfestingarfélagsins Welcome Trust sem er stærsti hluthafinn í Emerald Atlantis og hefur jafnframt hagsmuni af því að byggja upp gagnaversiðnað á Íslandi.“

Sjávarbotnsrannsóknir munu fara fram í ágúst á þessu ári og áætlað er að Emerald Express sæstrengurinn verði lagður sumarið 2012 og tekinn í notkun síðla árs 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×