Innlent

Yfirvinnubann ekki haft áhrif á flug

Mynd úr safni
Yfirvinnubann flugmanna hjá Icelandair sem hófst klukkan 14 í dag hefur ekki haft nein áhrif á flug og segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi félagsins, að ekki sé gert ráð fyrir að það hafi nein áhrif í dag. „En það má lítið út af bregða til að það fari að trufla,“ segir hann.

Samningafundur flugmanna hjá Icelandair og fulltrúa félagsins, sem hófst eftir hádegi í gær lauk hjá ríkissáttasemjara laust fyrir klukkan eitt í nótt án þess að samkomulag næðist. Annar fundur hófst svo klukkan ellefu í morgun og stendur hann enn yfir.

Ekki er ljóst hversu lengi fundurinn stendur yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×