Innlent

Passaði ekki nógu vel upp á riffilinn sinn

Mynd úr safni
Eigandi riffils, sem landvörður á Hornströndum fann í Hornvík og kom með til lögreglunnar á Vestfjörðum á dögunum, má búast við sekt fyrir að passa byssuna sína ekki nógu vel.

Maðurinn var í skotveiði með öðrum mönnum og þegar bátur sem ferjaði þá á milli, skildi hann riffilinn eftir í bátnum og lét bátinn ferja hann á annan stað, en þangað ætluðu mennirnir að ganga.

Yfirlögregluþjónn á Vestjförðum segir að það sé stranglega bannað, enda eiga vopn, líkt og þessi, aldrei að fara í höndum eiganda síns.

Fréttablaðið greindi frá því morgun að lögreglan hefði í vörslu merktan riffil og skot sem voru meðal farangurs og varnings sem fluttur var frá Ísafirði til Hornvíkur og var þá eigandans leitað. Hann hefur nú gefið sig fram og, eins og áður segir, má hann búast við sekt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×