Innlent

Sumarbústaður á hrakhólum í þrjú ár

Myndarlegur sumarbústaður komst aftur til síns heima í Grímsnesinu seint í gærkvöldi eftir að hafa verið á hrakhólum í þrjú ár.

Hann var reystur á steyptum grunni í grennd við Álftavatn fyrir nokkrum árum, en vegna deilna um eignarhald á landinu þar sem hann var reystur, þurfti að fjarlægja hann og brjóta niður grunninn.

Húsið var flutt að Minniborg og geymt þar í þrjú ár, eða þar til dómstólar komust að þeirri niðurstöðu að hann hafi mátt standa á upphaflegum stað. Var þá grunnurinn steyptur á ný og bústaðurinn fluttur á hann með lögreglufylgd í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×