Innlent

Yfirvinnubann flugmanna hefst að óbreyttu á morgun

Mynd/Valgarður Gíslason
Samningamenn flugmanna hjá Icelandair og samningamenn félagsins sitja enn á fundi en sáttafundur hófst hjá ríkissáttasemjara í Karphúsinu klukkan þrjú. Fundurinn mun standa eitthvað áfram en óvíst er hvenær honum lýkur.

Ef ekki nást samningar mun yfirvinnubann flugmanna taka gildi á nýjan leik á morgun klukkan 14. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag félagið ekki búast við því að yfirvinnubannið hafi nokkur áhrif á ferðir félagsins á morgun. Farþegar eru samt sem áður beðnir um að fylgjast vel með þróun mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×