Innlent

Ríkissáttarsemjari boðar til formlegs sáttafundar

Mynd/Pjetur
Ríkissáttasemjari hefur boðað samningamenn flugmanna hjá Icelandair og samningamenn félagsins til formlegs sáttafundar klukkan þrjú í dag, en árangurslausum fundi þeirra var slitið á föstudag.

Frá fundarslitum hafa deilendur og Ríkissáttasemjari verið í óformlegu sambandi, sem leitt hefur til þess að ástæða þykir nú til að funda. Náist ekki samkomulag kemur boðað yfirvinnubann flugmannafélagsins til framkvæmdar eftir hádegi á morgun, en í yfirvinnubanni þeirra í júní þurfti félagið að fella niður um tuttugu flugferðir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×