Innlent

Vísindamaður í lyfjafræði við HÍ hlýtur styrk

Elín Soffía ásamt stjórn sjóðsins.
Elín Soffía ásamt stjórn sjóðsins.
Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor í lyfja- og efnafræði náttúruefna við Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr sjóði Selmu og Kays Langvads. Stjórn sjóðsins afhenti styrkinn 15. júlí sl. í Háskóla Íslands.

Styrkurinn er veittur til að efla samskipti og rannsóknarsamstarf Háskóla Íslands við danskar vísindastofnanir og háskóla og hljóðar hann upp á 75 þúsund danskar krónur, sem svarar til tæplega 1,6 milljóna íslenskra króna. Um er að ræða aukaúthlutun úr sjóðnum að frumkvæði Sörens Langvads í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands en fyrr á árinu hlaut Sverrir Jakobsson, aðjunkt í sagnfræði við Háskóla Íslands, styrk úr sjóðnum.

Elín Soffía hefur sérhæft sig í rannsóknum á lífvirkum náttúruefnum úr íslensku lífríki og þá aðallega úr lág­plöntum og fléttum. Rannsóknirnar hafa einkum beinst að lífvirkum efnum sem gætu reynst fyrirmyndir lyfja­sprota við erfiðum sjúkdómum á borð við taugahrörnunarsjúkdóma og krabbamein.

Í stjórn sjóðsins sitja Sören Langvad, sonur Selmu og Kays Langvads, Hafliði Pétur Gíslason, prófessor í eðlisfræði, og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×