Innlent

Fagna opnun nýju brúarinnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Samtök ferðaþjónustunnar telja að selflutningar hafi að mestu gengið vel.
Samtök ferðaþjónustunnar telja að selflutningar hafi að mestu gengið vel. Mynd/ Pjetur
Selflutningar, sem Vegagerðin og bílaleigur hafa staðið að í Múlakvísl, hafa að mestu gengið mjög vel alla vikuna og forðað stórtjóni í ferðaþjónustu. Þetta segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í tilkynningu sem hún sendi fjölmiðlum.

Erna segir að Samtök ferðaþjónustunnar fagni opnun búar yfir Múlakvísl og hversu hratt og vel hafi verið staðið að verkinu. Eins og fram kom á Vísi í morgun gengur vinna við bráðabirgðabrúna yfir Múlakvísl vel og er búist við að hægt verði að hleypa umferð á brúna upp úr hádegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×