Innlent

Enginn sáttafundur boðaður í flugmannadeilu

Samninganefnd atvinnuflugmanna hjá Icelandair og samningsaðilar fyrirtækisins hafa ekki verið boðaðir á annan sáttafund hjá ríkissáttasemjara eftir að upp úr slitnaði í viðræðunum á þriðja tímanum í gær. Flugmenn hafa ákveðið að fara í ótímabundið yfirvinnubann frá næsta  þriðjudegi hafi ekki samist fyrir þann tíma. Deilurnar stranda fyrst og fremst á starfsöryggi flugmanna en búið er að semja um almennar launahækkanir í takt við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×